Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 06. febrúar 2012 23:53
Elvar Geir Magnússon
Dalglish ósammála Neville sem vildi rautt á Suarez
Mynd: Skjáskot
Luis Suarez er enn og aftur mikið í umræðunni. Núna eftir að hann sparkaði af krafti í Scott Parker í viðureign Liverpool og Tottenham í kvöld. Suarez hafði verið nokkrar mínútur á vellinum þegar atvikið átti sér stað.

Suarez vill meina að um óviljaverk hafi verið að ræða, var fljótur að biðjast afsökunar og fékk að líta gula spjaldið frá góðum dómara leiksins, Michael Oliver.

Gary Neville, sérfræðingur Sky sjónvarpsstöðvarinnar, gaf til kynna eftir leikinn að dómarinn hefði ekki þorað að gefa Suarez rautt þar sem sóknarmaðurinn úrúgvæski væri nýkominn úr löngu banni.

Þá skrifaði Wayne Rooney, sóknarmaður Manchester United, á Twitter að dómarinn hefði átt að reka Suarez af velli ef hann hafi séð atvikið.

„Það er frábært að fá hann til baka úr banninu," segir Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. „Hann hefði aldrei átt að fara í þetta bann samt. En nú þegar hann er kominn aftur þá gleðjumst við því hann skapar mikinn usla."

Dalglish er á því að spark Suarez í Parker hafi verið óviljandi. „Luis sá hann bara aldrei, ég held það í raun og veru að hann hafi ekki séð hann."

Kevin Bond, aðstoðarstjóri Tottenham, er á því að ekkert rautt spjald hafi átt að fara á loft í leiknum. „Ég er ekki mjög hrifinn af því þegar menn eru reknir af velli," sagði Bond eftir leikinn en hann stýrði liðinu í fjarveru Harry Redknapp sem komst ekki frá London vegna ófærðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner