Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. maí 2008 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild karla - 6. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fylkir verði í 6. sæti Landsbankadeildarinnar í sumar. Sextán sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fylkir fékk 109 stig út úr þessu.



Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari,  Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR,  Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings,  Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari,  Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.

Hvað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.

Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á Fylki.

Um Fylkir:
Fylkismenn spiluðu vel lungan af mótinu í fyrra og hafa náð að að festa sig við efri hluta deildarinnar. Það verður virkilega gaman að sjá þá í sumar, hvernig þeir koma inn í mótið. Í viðbót við þann kjarna sem hafa verið undanfarin ár hafa þeir náð sér í flotta leikmenn sem fróðlegt verður að fylgjast með. Fylkismenn voru í vandræðum með að skora mörk í fyrra og hafa verið að leita eftir mönnum sem geta bæði búið til fyrir þá mörk og skorað þau. Athyglisvert verður að sjá hvernig þeim tekst til þar og ræður úrslitum um hvort þeir ná að blanda sér í toppbaráttuna af alvöru. Jeffs gæti búið til mörk fyrir bæði Allan Dyring, Jóhann Þórhallsson og fleiri góða menn.

Styrkleikar:
Þeir eru með svipaðan hóp og sama kjarna og virðast vera búnir að ná góðum tökum á þeim varnarleik sem er verið að leggja fyrir þá. Það verður þeirra styrkur.

Veikleikar:
Veikleikinn er hinum megin að þeir hafa ekki verið að skora nógu mikið af mörkum, en það er spurning um hvort þeir séu búnir að finna lausnina á því. Þeirri spurningu svara þeir leikmenn menn sem hafa verið fengnir til liðsins til að skora og búa til mörk.

Gaman að fylgjast með:
Ég held það verði virkilega gaman að fylgjast með manni eins og Ian Jeffs sem er frábær leikmaður og gæti sprungið út í sumar. Hann gerði gríðarlega góða hluti fyrir ÍBV á þeim tíma sem hann var þar og þegar hann kom heim til baka í fyrrasumar og spilaði með Eyjamönnum þá gerbreytti hann því liði til hins betra.

Lykilmaður:
Menn eins og David Hannah sem virðist vera gríðarlegur karakter og gefa liðinu mikin styrk og fítonskraft ásamt Guðna Rúnari Helgasyni eru lykilmenn í Fylkisliðinu.


Þjálfarinn:
Leifur Garðarsson þjálfar nú Fylki þriðja árið í röð en hann tók við liðinu haustið 2005. Leifur hafði áður verið aðstoðarþjálfari FH í þrjú  tímabil þar á undan þegar FH endaði í 2. sæti fyrsta árið og varð Íslandsmeistari næstu tvö á eftir.

Leifur sem er skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði hefur einnig starfað við þjálfun hjá KR þar sem hann sá um yngriflokkastarf fyrir nokkrum árum. Hann var um árabil einn besti körfuboltadómari landsins en hætti því þegar annir fóru að aukast.

Undir stjórn Leifs endaði Fylkir í fjórða sæti Landsbankadeildarinnar í fyrra og tekur því þátt í Intertoto keppninni þetta árið.
.
 
Líklegt byrjunarlið Fylkis í upphafi móts:



Völlurinn:
Fylkir leikur heimaleiki sína á Fylkisvelli í Árbænum. Völlurinn er sagður taka um 2872 áhorfendur en þrátt fyrir það tókst að troða 4833 áhorfendum á leik liðsins gegn KR fyrir fjórum árum. Fyrir tveimur árum var bætt við 1200 sætum á Fylkisvöll en sætin fengu Fylkismenn af Laugardalsvelli er gamla stúkan þar var endurnýjuð.
.

Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Fylkis eru: Jón Magnússon, Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, Haraldur í Andra, Jói úr Idolinu, Kári Sturluson tónleikahaldari, Hreggviður Jónsson fyrrum forstjóri Norðurljósa, Dagur Eggersson læknir og fyrrverandi borgarstjóri. 

 

 


Spáin
nr. Lið Stig
1
-
-
2
-
-
3
-
-
4
-
-
5
-
-
6
Fylkir
109
7
92
8
85
9
50
10
49
11 Fjölnir 48
12 Grindavík 24


Um félagið

Fylkir
Stofnað 1967

Titlar:
Bikarmeistarar: 2001, 2002
Búningar:
Umbro

Aðalbúningur:
Peysa: Appelsínugul / Buxur: Svartar / Sokkar: Appelsínugulir

Varabúningur:
Peysa: blá/hvít röndótt/ Buxur: hvítar / Sokkar: bláir

Opinber vefsíða:
Fylkir.net



Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Allan Dyring frá FH
Viðar Guðjónsson frá Víkingi
Ian Jeffs frá ÍBV
Jóhann Þórhallsson úr KR
Farnir frá síðasta sumri:
Christian Christiansen, til Danmerkur
Páll Einarsson, hættur
Albert Brynjar Ingason, í Val
Jens Elvar Sævarsson í Þrótt
Bjarni Þórður Halldórsson í Stjörnuna
Agnar Bragi Magnússon í Selfoss
Hrafnkell Helgason, hættur
Mads Beierholm til Danmerkur
Jóhann Ólafur Sigurðsson í Selfoss á láni
Komnir til baka úr láni:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, úr Selfoss

Leikmenn Fylkis
nr. Nafn Staða
2. Kristján Valdimarsson Varnarmaður
3. Guðni Rúnar Helgason Varnarmaður
4. Þórir Hannesson Varnarmaður
5. Ólafur Ingi Stígsson Miðjumaður
6. Peter Gravesen Miðjumaður
7. Jóhann Þórhallsson Framherji
8. Ian Jeffs Miðjumaður
9. Allan Dyring Framherji
10. Hermann Aðalgeirsson Framherji
11. Kjartan Ágúst Breiðdal Framherji
12. Björn M. Aðalsteinsson Markvörður
14. Haukur Ingi Guðnason Framherji
15. Víðir Leifsson Varnarmaður
16. Andrés Már Jóhannesson Varnarmaður
18. Fjalar Þorgeirsson Markvörður
19. Freyr Guðlaugsson Varnarmaður
20. Arnar Þór Úlfarsson Varnarmaður
21. David Hannah Varnarmaður
22. Halldór Arnar Hilmisson Miðjumaður
23. Viðar Guðjónsson Miðjumaður
24. Axel Ingi Magnússon Miðjumaður
25. Sigurður Helgi Harðarson Miðjumaður
26. Pape Mamadou Faye Framherji
28. Valur Fannar Gíslason Varnarmaður
29. Björn Orri Hermannsson Varnarmaður
31. Kjartan Andri Baldvinsson Framherji
32. Einar Pétursson Miðjumaður
33. Ásgeir Börkur Ásgeirsson Framherji

Leikir Fylkis
Dags: Tími Leikur
10. maí 14:00 Fylkir - Fram
15. maí 19:15 Keflavík - Fylkir
19. maí 19:15 Fylkir - Valur
25. maí 19:15 Fylkir - HK
1. júní 19:15 ÍA - Fylkir
5. júní 20:00 Fylkir - Þróttur
11. júní 19:15 Fjölnir - Fylkir
15. júní 16:00 KR - Fylkir
24. júní 19:15 Fylkir - Grindavík
7. júlí 19:15 Fylkir - Breiðablik
13. júlí 19:15 FH - Fylkir
21. júlí 19:15 Fram - Fylkir
28. júlí 19:15 Fylkir - Keflavík
7. ágúst 19:15 Valur - Fylkir
11. ágúst 19:15 HK - Fylkir
17. ágúst 19:15 Fylkir - ÍA
24. ágúst 18:00 Þróttur - Fylkir
31. ágúst 18:00 Fylkir - KR
13. sept 16:00 Grindavík - Fylkir
18. sept 17:15 Fylkir - Fjölnir
21. sept 16:00 Breiðablik - Fylkir
27. sept 14:00 Fylkir - FH

Athugasemdir
banner
banner
banner