Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 19. apríl 2009 19:59
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Man Utd 
Ferguson segist hafa notað varalið útaf vallaraðstæðum
Sir Alex Ferguson útskýrir afhverju hann notaði varalið gegn Everton.
Sir Alex Ferguson útskýrir afhverju hann notaði varalið gegn Everton.
Mynd: Getty Images
Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að hann hafi teflt fram veiku liði gegn Everton í undanúrslitum enska bikarsins, FA Cup, í dag þar sem vallaraðstæður á Wembley hafi verið svo slæmar að hann vildi ekki setja sína bestu menn í leikinn.

Aðeins Nemanja Vidic, Rio Ferdinand og Anderson héldu sæti sínu í byrjunarliðinu frá leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í vikunni og að lokum fór svo að Everton fór með sigur af hólmi eftir að hafa haft betur í vítaspyrnukeppni.

,,Við vorum með tvö lið í huga eftir sigurinn í Portúgal á miðvikudag,í öðru hefðum við sleppt tveimur eða þremur leikmönnum, en eftir að hafa horft á leikinn í gær (Chelsea - Arsenal í hinum undanúrslitaleiknum), fannst mér völllurinn virka þungur lélegur," sagði Ferguson á MUTV.

,,Það sem ég hafði ekki efni á var framlenging með mitt sterkasta lið, eins og leikjadagskráin er framundan hjá okkur. Við eigum leik á miðvikudag, laugardag, miðvikudag, laugardag í hádeginu og svo þriðjudag. Ég varð að breyta einhvern tíma."

,,Ég þekki skapgerð ungu leikmannana, gæði þeirra og orku. Mér fannst rétt að gera þetta. Auðvitað mun ég verð gagnrýndur en ég held að stuðningsmennirnir viti að félagið er byggt á því að ungir leikmenn fái tækifæri."

,,Við vildum gefa þeim tækifæri í dag. Ég veit að í hvaða leiki sem við eigum eftir, þá getum við spilað með menn eins og Macheda, Welbeck og Rafael án nokkurs vafa."

Athugasemdir
banner
banner
banner