Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 28. febrúar 2010 20:20
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Óvíst hvort Rooney verði með Englandi í vikunni
Wayne Rooney fagnar marki sínu í leiknum í dag.
Wayne Rooney fagnar marki sínu í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney framherji Manchester United er tæpur fyrir vináttuleikinn gegn Egyptalandi á miðvikudag vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann á hné.

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins staðfetsi þetta eftir leik liðsins gegn Aston Villa í úrslitum enska deildabikarsins í dag en þar skoraði Rooney sigurmarkið.

,,Hann fann strax fyrir óþægindum," sagði Ferguson. ,,Hann hefur verið að kvarta örlítið yfir þessu í nokkrar vikur og fann smá fyrir því í dag."

,,Staðreyndin er sú að ég taldi að við yrðum kannski að taka hann af velli en hann vildi vera áfram inná svo það var gott."

,,Læknarnir eru að skoða þetta og ég veit ekki hvað England mun gera."

banner
banner