Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   fim 28. apríl 2011 09:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða KA 
Boris Lumbana semur við KA (Staðfest) - Líka tónlistarmaður
Boris Lumbana í baráttunni í Svíþjóð.
Boris Lumbana í baráttunni í Svíþjóð.
Mynd: Svenskfans
Sænski varnarmaðurinn Boris Lumbana hefur gengið til liðs við KA og er hann væntanlegur til landsins í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Lumbana kann líka ýmislegt fyrir sér í tónlistinni og mun örugglega slá í gegn fyrir norðan miðað við meðfylgjandi lag.

Lumbana er fæddur 1991 og leikur sem miðvörður en hann getur einnig leikið sem miðjumaður. Hann kemur frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Örebro þar sem hann kom aðeins við sögu á undirbúningstímabilinu.

Hann æfði með KA á reynslu fyrir páska og nú hefur verið gengið frá því að hann kemur til Akureyrarliðsins á lánssamningi. KA endaði í níunda sæti 1. deildarinnar í fyrra.

Annars er það að frétta úr herbúðum KA að varnarmennirnir Þórður Arnar Þórðarson og Sigurjón Fannar Sigurðsson hafa skrifað undir nýja tveggja ára samninga við félagið.


banner