Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. maí 2012 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Heimasíða Liverpool 
Dalglish: Styðjið eftirmann minn eins og þið studduð mig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kenny Dalglish var látinn taka poka sinn í gær hjá Liverpool eftir að hafa þjálfað liðið síðasta eina og hálfa árið, en þetta var í annað sinn sem hann stýrði liðinu.

Liverpool endaði í áttunda sæti deildarinnar og vann einungis fjórtán leiki í henni, en þrátt fyrir það tókst liðinu að komast í úrslitaleik enska bikarsins og vann þá Cardiff í úrslitaleik enska deildabikarsins fyrr á árinu.

Þrátt fyrir það var Dalglish látinn taka poka sinn í gær, en talið er að eigendur félagsins hafi boðið stjóranum tvívegis að segja af sér, þar sem hann myndi græða háar fjárhæðir, en hann neitaði boðinu og var síðar látinn fara.

Hann vonast til þess að sá sem taki við keflinu af honum fái sama stuðning og hann fékk sem stjóri liðsins.

,,Vonandi koma stuðningsmennirnir til með að styðja eftirmann minn eins og þeir studdu mig, sem hefur verið frábært. Stuðningurinn sem við fengum hjálpaði okkur til þess að vinna deildabikarinn," sagði Dalglish.

,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér strákarnir skila af sér frábærri frammistöðu í leikjunum á tímabilinu og hafa verið sér og félaginu til sóma."

,,Stuðningsmennirnir munu alltaf styðja við bakið á Liverpool Football Club og styðja leikmenn, liðið og þann sem kemur til með að stjórna því. Þannig ólust þeir upp og þannig á það að vera."

,,Það sem Liverpool og stuðningsmenn félagsins eiga skilið, er miklu mikilvægara en ég,"
sagði hann ennfremur.

Dalglish hrósaði þá einnig leikmönnum á borð við Andy Carroll og Jordan Henderson, en hann telur að þeir eigi eftir að blómstra hjá félaginu.

,,Þú getur ekki ímyndað þér pressuna á strák sem kemur og spilar fyrir Liverpool, en á þeirra fyrsta tímabili þá hafa þeir staðið sig vel að mínu mati."

,,Ef við tökum frá ákvörðunina sem tengist mér, þá eru fjórir leikmenn í enska hópnum sem Roy Hodgson valdi og þá er Jordan Henderson til taks ef einhver meiðist, þeir eiga skilið hrós fyrir það. Það er frábært fyrir félagið og leikmennina og ég vona að þeir standi sig vel."


Dalglish hafði ekkert nema gott að segja um eigendur félagsins, en hann segir að ekki eigi að dæma þá fyrirfram.

,,Ég vona að enginn dæmi þá fyrirfram. Eigendurnir hafa þeirra ástæður fyrir því sem þeir eru að gera. Þeir komu að klúbbnum í slöku ástandi og síðan þá hafa þeir bætt félagið, tekið skrefið í rétta átt og eru að gera sitt besta," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner