Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. júlí 2012 08:00
Fótbolti.net
Úrvalslið umferða 1-11: FH á flesta leikmenn
Alexander Scholz hefur verið fantagóður.
Alexander Scholz hefur verið fantagóður.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Keppni er hálfnuð í Pepsi-deild karla og gerir Fótbolti.net fyrri umferðina upp með því að velja úrvalslið hennar. Þetta er aðeins til gamans gert og ljóst að sitt sýnist hverjum í þessum efnum.

FH-ingar eiga flesta í úrvalsliðinu að þessu sinni.



Hannes Þór Halldórsson (KR)
Hannes heldur áfram að standa sig í markinu hjá KR og nýtur þess einnig að vörnin er traust fyrir framan sig þrátt fyrir smá óöryggi í byrjun móts.

Guðjón Árni Antoníusson (FH)
Happafengur fyrir Hafnarfjarðarliðið. Skilar sínu varnarlega og tekur einnig virkan þátt í sóknarleiknum. Hefur skorað fjögur mörk í deildinni.

Ármann Smári Björnsson (ÍA)
Sérstaklega öflugur fyrri hlutann. Étur allt í loftinu og er auk þess gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.

Alexander Scholz (Stjarnan)
Hágæða danskur leikmaður sem hefði vel getað verið valinn leikmaður fyrri helmingsins ef Atli Guðnason hefði ekki verið svona frábær. Náttúrubarn sem er illviðráðanlegur í varnarhlutverki Stjörnunnar.

Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Þrátt fyrir að Blikaliðið hafi sýnt óstöðugleika hefur Kristinn verið stöðugur og klárlega þeirra besti maður. Átti við meiðsli að stríða í vetur en það sést alls ekki á leik hans.

Björn Daníel Sverrisson (FH)
Eftir að hafa mikið verið notaður sem vinstri bakvörður síðasta vetur hefur Björn sýnt það að hann á heima á miðjunni. Enginn hefur skorað meira en hann í deildinni.

Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Meðan aðrir miðjumenn Vals hafa leikið undir væntingum hefur Rúnar drifið sitt lið áfram. Gríðarlega drjúgur og að mörgu leyti mjög vanmetinn leikmaður.

Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Yngsti leikmaður úrvalsliðsins. Hefur verið stórskemmtilegur í liði Keflavíkur og hefur tekið miklum og hröðum framförum.

Óskar Örn Hauksson (KR)
Einn allra allra skemmtilegasti fótboltamaður deildarinnar. Hans helsti ókostur var óstöðugleiki en sá þáttur hefur bæst gríðarlega. Áhorfendur líta ekki frá vellinum þegar Óskar er með boltann.

Atli Guðnason (FH)
Eftir að hafa verið valinn bestur 2009 gekk Atla erfiðlega að ná sömu hæðum. Hann hefur hinsvegar verið á eldi í sumar, skorað og lagt upp eins og enginn sé morgundagurinn. Sannur liðsmaður sem gerir leikmenn í kringum sig betri.

Christian Olsen (ÍBV)
Byrjaði tímabilið ekki vel en þegar Eyjaliðið fór að ná sér á strik og hann fór að fá aukna þjónustu byrjuðu hæfileikar hans að koma í ljós. Hefur leikið lykilhlutverk í uppgangi Eyjaliðsins á töflunni.

Varamannabekkur:
Ómar Jóhannsson (Keflavík)
Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
Freyr Bjarnason (FH)
Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Kennie Chopart (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner