Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 30. október 2013 10:34
Magnús Már Einarsson
Gunnar Már á leið í Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður ÍBV, mun ef ekkert óvænt kemur upp á ganga til liðs við sitt gamla félag Fjölni á næstunni.

Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, segir að samningaviðræður séu langt á veg komnar.

,,Það væri frábært að fá hann heim," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.

,,Maður segir ekki nei þegar Herra Fjölnir vill koma. Hann er góður fótboltamaður og góður karakter," bætti Ágúst við.

Gunnar Már er uppalinn Fjölnismaður en hann fór með liðinu á sínum tíma úr neðstu deild upp í þá efstu.

Eftir fall Fjölnis úr efstu deild árið 2009 fór Gunnar Már síðan til FH þar sem hann spilaði 2010. Sumarið 2011 lék Gunnar Már með Þórsurum á láni áður en hann gekk í raðir ÍBV.
Athugasemdir
banner