Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 16:49
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Sigurhrinu Bayern lokið eftir óvænt tap á heimavelli
Bæjarar töpuðu fyrsta deildarleik sínum
Bæjarar töpuðu fyrsta deildarleik sínum
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayern München töpuðu fyrsta deildarleik sínum á tímabilinu er liðið lá fyrir Augsburg, 2-1, á Allianz-leikvanginum í München í dag.

Bæjarar höfðu farið í gegnum átján umferðir án taps og stefndi allt í sögulegt tímabil.

Japainn Hiroki Ito skoraði fyrir Bayern á 23. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Michael Olise.

Staðan 1-0 fyrir Bayern í hálfleik en á lokakaflanum kom Augsburg með ótrúlega endurkomu. Arthur Chaves stangaði hornspyrnu Mert Komur í netið og sex mínútum síðar gerði franski miðjumaðurinn Han-Noah Massengo sigurmarkið eftir frábær spil gestanna.

Dimitrios Giannoulis átti skemmtilegt þríhyrningsspil á vinstri vængnum, kom síðan boltanum inn á miðjan teiginn á Massengo sem skoraði með föstu skoti og tryggði Augsburg frækinn sigur á toppliðinu.

Bayern er á fram á toppnum með 50 stig en Augsburg í 13. sæti með 19 stig.

Eintracht Frankfurt tapaði fyrir Hoffenheim, 3-1, á heimavelli og þá vann Mainz lið Wolfsburg með sömu markatölu.

Leipzig vann sannfærandi 3-0 sigur á Heidenheim og þá var Lucas Vazquez hetja Bayer Leverkusen í 1-0 sigri á Werder Bremen.

Eintracht Frankfurt 1 - 3 Hoffenheim
1-0 Arnaud Kalimuendo ('18 )
1-1 Max Moerstedt ('52 )
1-2 Ozan Kabak ('60 )
1-3 Aurele Amenda ('65 , sjálfsmark)

Bayern 1 - 2 Augsburg
1-0 Hiroki Ito ('23 )
1-1 Arthur Chaves ('75 )
1-2 Han-Noah Massengo ('81 )

Mainz 3 - 1 Wolfsburg
0-1 Mohamed Amoura ('3 )
0-1 Phillip Tietz ('22 , Misnotað víti)
1-1 Phillip Tietz ('68 )
2-1 Stefan Bell ('73 )
3-1 Nadiem Amiri ('83 , víti)

Heidenheim 0 - 3 RB Leipzig
0-1 Ridle Baku ('62 )
0-2 Antonio Nusa ('68 )
0-3 David Raum ('70 )

Bayer 1 - 0 Werder
1-0 Lucas Vazquez ('37 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 19 16 2 1 72 16 +56 50
2 Dortmund 19 12 6 1 37 17 +20 42
3 Hoffenheim 18 11 3 4 38 22 +16 36
4 RB Leipzig 18 11 2 5 36 24 +12 35
5 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
6 Leverkusen 18 10 2 6 35 25 +10 32
7 Eintracht Frankfurt 19 7 6 6 39 42 -3 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 19 6 6 7 24 29 -5 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 19 5 4 10 28 41 -13 19
13 Augsburg 19 5 4 10 22 36 -14 19
14 Hamburger 18 4 6 8 17 27 -10 18
15 Werder 18 4 6 8 21 35 -14 18
16 Mainz 19 3 6 10 21 32 -11 15
17 St. Pauli 18 3 4 11 16 31 -15 13
18 Heidenheim 19 3 4 12 17 42 -25 13
Athugasemdir
banner