Keflavík 1 - 1 FH
1-0 Eiður Orri Ragnarsson
1-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson
1-0 Eiður Orri Ragnarsson
1-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson
FH er komið í úrslitaleik Þungavigtarbikarsins eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Keflavík í lokaleik A-riðils í Reykjaneshöllinni í dag.
FH-ingar þurftu aðeins stig til að komast í úrslitaleikinn eftir að hafa unnið frábæran endurkomusigur á Njarðvík í síðasta leik.
Eiður Orri Ragnarsson kom Keflvíkingum yfir en Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði markið sem kom FH-ingum í úrslitaleikinn og lokatölur því 1-1.
FH fór með 4 stig áfram í úrslit en það kemur í ljós síðar í dag hvort Stjarnan eða ÍA verði andstæðingur FH-inga í úrslitum.
Stjarnan og ÍA unnu bæði HK í B-riðli og berjast því liðin um að komast í úrslitaleikinn en hann hefst klukkan 16:00.
Athugasemdir




