Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 14:34
Brynjar Ingi Erluson
England: Annar sigur West Ham í röð
Jarrod Bowen skoraði og lagði upp
Jarrod Bowen skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Mateus Fernandes skoraði með þrumuskoti og var nálægt því að gera keimlíkt mark undir lokin
Mateus Fernandes skoraði með þrumuskoti og var nálægt því að gera keimlíkt mark undir lokin
Mynd: West Ham
West Ham 3 - 1 Sunderland
1-0 Crysencio Summerville ('14 )
2-0 Jarrod Bowen ('28 , víti)
3-0 Mateus Fernandes ('43 )
3-1 Brian Brobbey ('66 )

West Ham United vann annan deildarleik sinn í röð er það bar sigurorð af nýliðum Sunderland, 3-1, í 23. umferð deildarinnar í Lundúnum í dag.

Hamrarnir hafa litið vel út í síðustu leikjum og var þetta þriðji sigurinn í röð í öllum keppnum.

Hollendingurinn Crysenscio Summerville skoraði frábært skallamark á 14. mínútu eftir fyrirgjöf Jarrod Bowen, sem fékk nægan tíma hægra megin til að koma boltanum fyrir markið.

Bowen var sjálfur á skotskónum tæpum stundarfjórðungi síðar er Trai Hume braut á Ollie Scarles í teignum. Bowen var öruggur á punktinum og West Ham í tveggja marka forystu.

Á 43. mínútu, markamínútunni sjálfri, fór Mateus Fernandes langt með að gera út um leikinn með draumamarki er hann þrumaði boltanum fyrir utan teig og í samskeytin vinstra megin.

Stórkostlegur fyrri hálfleik hjá heimamönnum en í þeim síðari fóru Sunderland-menn aðeins að ógna.

Hollenski sóknarmaðurinn Brian Brobbey minnkaði muninn með skalla á 66. mínútu eftir fyrirgjöf Nordi Mukiele og svo var Luke O'Nien ótrúlega nálægt því að skora eitt flottasta mark tímabilsins er misheppnuð fyrirgjöf hans breyttist í frábært skot.

Boltinn var á leið í samskeytin nær en Alphonse Areola rétt náði að koma Hömrunum til bjargar.

Í uppbótartíma komu West Ham menn boltanum í netið eftir mjög sérstaka atburðarás. Fernandes átti hörkuskot í þverslá á meðan Kostas Mavropanos og Omar Alderete voru að rífast og höfðu ekki hugmynd um það sem átti sér stað. Í kjölfarið var boltanum skallað í átt að marki þar sem Tomas Soucek ýtti við Robin Roefs sem blakaði boltanum í bakið á Soucek og þaðan fór boltinn inn fyrir línuna.

Í fyrstu dæmdi dómarinn mark en var fljótur að leiðrétta það og urðu því lokatölur 3-1 West Ham í vil. West Ham er í 18. sæti með 20 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en Sunderland í 9. sæti með 33 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
9 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
14 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner