Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   lau 24. janúar 2026 17:09
Brynjar Ingi Erluson
England: Marmoush og Semenyo afgreiddu botnliðið - Dramatík í Lundúnum
Antoine Semenyo skoraði fyrir Man City og Marc Guehi lék sinn fyrsta leik með liðinu
Antoine Semenyo skoraði fyrir Man City og Marc Guehi lék sinn fyrsta leik með liðinu
Mynd: EPA
Cristian Romero kom Tottenham til bjargar
Cristian Romero kom Tottenham til bjargar
Mynd: EPA
Harry Wilson skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu
Harry Wilson skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu
Mynd: EPA
Omar Marmoush og Antoine Semenyo skoruðu mörk Manchester City í 2-0 sigri á botnliði Wolves í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Harry Wilson var hetja Fulham í dramatískum 2-1 sigri á Brighton á Craven Cottage.

Pep Guardiola gerði nokkrar breytingar á liði sínu. Erling Braut Haaland og Phil Foden voru settir á bekkinn og þá fékk Marc Guehi sinn fyrsta leik með liðinu.

Marmoush var í fremstu víglínu og þakkaði traustið með marki á 6. mínútu eftir laglega fyrirgjöf frá Matheus Nunes. Þetta var fyrsta mark Marmoush síðan í deildabikarnum gegn Swansea í lok október.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks tvöfaldaði Antoine Semenyo forystuna með flottu marki eftir undirbúning Bernardo Silva. Þriðja mark Semenyo fyrir Man City síðan hann kom frá Bournemouth í byrjun mánaðarins.

Góður sigur hjá Man City sem er í öðru sæti með 46 stig, fjórum stigum frá toppliði Arsenal en Wolves er áfram á botninum með aðeins 8 stig.

Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Brighton á Craven Cottage í Lundúnum.

Sænski landsliðsmaðurinn Yasin Ayari skoraði frábært mark fyrir Brighton á 28. mínútu er hann fór á milli tveggja varnarmanna og þrumaði boltanum efst í vinstra hornið.

Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze jafnaði metin á 72. mínútu leiksins eftir frábæran bolta frá Joachim Andersen sem setti hann langan út á hægri vænginn. Chukwueze slapp í gegn og lagði boltann snyrtilega í vinstra hornið.

Wilson, sem hefur reynst Fulham frábær á tímabilinu, gerði síðan sigurmarkið í uppbótartíma með marki beint úr aukaspyrnu og í vinstra hornið. Bart Verbruggen var með puttana í þessu, en náði ekki að verja fast skot Wilson.

Frábær sigur Fulham sem er í 7. sæti með 34 stig en Brighton í 12. sæti með 30 stig.

Cristian Romero bjargaði stigi fyrir Tottenham-menn gegn nýliðum Burnley á Turf Moor en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Miðverðir Tottenham sáu um mörkin að þessu sinni en það var Hollendingurinn Micky van de Ven sem kom þeim yfir á 38. mínútu með góðu skoti eftir hornspyrnu.

Áður en hálfleikurinn var úti jafnaði Axel Tuanzebe metin með skoti af stuttu færi eftir stórglæsilega fyrirgjöf frá Kyle Walker.

Á 76. mínútu náði Lyle Foster að koma Burnley yfir eftir mikinn vandræðagang í vörn Tottenham. Jadon Anthony lék illa á vörnina áður en hann kom boltanum á Foster sem náði skotinu, en boltinn varinn aftur út á hann og klikkaði hann ekki í annarri tilraun.

Vörn Tottenham leit hræðilega út í þessu marki en það voru líka varnarmennirnir sem komu til bjargar. Romero jafnaði metin með föstum skalla eftir fyrirgjöf Wilson Odobert.

Lokatölur á Turf Moor, 2-2. Tottenham er í 13. sæti með 28 stig en Burnley í næst neðsta sæti með 15 stig.

Manchester City 2 - 0 Wolves
1-0 Omar Marmoush ('6 )
2-0 Antoine Semenyo ('45 )

Fulham 2 - 1 Brighton
0-1 Yasin Ayari ('28 )
1-1 Samuel Chukwueze ('72 )
2-1 Harry Wilson ('90 )

Burnley 2 - 2 Tottenham
0-1 Micky van de Ven ('38 )
1-1 Axel Tuanzebe ('45 )
2-1 Lyle Foster ('76 )
2-2 Cristian Romero ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner