Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Mikael og Hilmir skoruðu gegn hvor öðrum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Aðsend
Það var gríðarlega mikið af æfingaleikjum á dagskrá hjá liðum frá Skandinavíu í dag þar sem undirbúningstímabilin eru í fullum gangi í Svíþjóð og Noregi á meðan danska deildin er í vetrarfríi.

Djurgården og Viking áttust við í Íslendingaslag þar sem Viking tók forystuna en Mikael Neville Anderson jafnaði metin skömmu síðar.

Hinn eftirsótti Hilmir Rafn Mikaelsson byrjaði á bekknum en fékk að spreyta sig í seinni hálfleik og skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Lokatölur 2-3 fyrir Viking.

Fleiri Íslendingalið mættu til leiks og skoraði Jakob Gunnar Sigurðsson í sigri hjá Lyngby gegn Mjällby.

Djurgården 2 - 3 Viking
0-1 Segadal-Hansen
1-1 Mikael Anderson
1-2 H. Haugen
2-2 Markaskorara vantar
2-3 Hilmir Rafn Mikaelsson

Weiche 3 - 0 Kolding

Norrköping 2 - 0 Brommapojkarna

HB Köge 3 - 3 AB

GAIS 4 - 1 Sarpsborg

Lech Poznan 0 - 1 FC Noah

Lech Poznan 2 - 1 OKMK

Cracovia 2 - 2 Artis Brno

Polonia Bytom 1 - 0 Tychy

Athugasemdir
banner