Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 14:48
Brynjar Ingi Erluson
Elísa Viðars í Breiðablik (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Breiðablik
Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks hafa fengið til sín svakalegan styrk fyrir komandi leiktíð en Elísa Viðarsdóttir er gengin í raðir félagsins frá Val.

Elísa er uppalin í Vestmannaeyjum og hóf meistaraflokksferil sinn með ÍBV.

Þar var hún lykilkona og var hluti af sterku liði sem hafnaði í öðru sæti efstu deildar árið 2012. Árið 2013 var hennar síðasta tímabil með ÍBV áður en hún hélt í atvinnumennsku.

Eyjakonan spilaði tvö tímabil með Kristianstad í Svíþjóð og kom síðan heim og samdi við Val þar sem hún varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari. Þar að auki á hún 53 A-landsleiki fyrir Ísland.

Elísa yfirgaf Val eftir síðustu leiktíð og hefur nú samið við Breiðablik, besta lið landsins, um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Gríðarlegur liðsstyrkur hjá Blikum sem hafa misst marga öfluga leikmenn. Bryndís Arna Níelsdóttir kom þá frá Växjö og þá framlengdi Berglind Björg Þorvalsdóttir samning sinn við félagið.


Athugasemdir
banner
banner