Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 15:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Strákarnir hans Fabregas flengdu Torino
Mynd: EPA
Como 6 - 0 Torino
1-0 Anastasios Douvikas ('8 )
2-0 Martin Baturina ('16 )
3-0 Lucas Da Cunha ('59 , víti)
4-0 Anastasios Douvikas ('66 )
5-0 Nicolas Kuhn ('70 )
6-0 Maxence Caqueret ('76 )

Ítalska liðið Comor vann stórkostlegan 6-0 sigur á Torino í Seríu A á Ítalíu í dag.

Anastasios Douvikas var fyrstur að komast á blað er hann fékk sendingu inn fyrir með varnarmann hangandi á sér. Douvikas var alveg að missa jafnvægið en náði að koma föstu skoti í hægra hornið og koma Como á bragðið.

Átta mínútum síðar bætti Martin Baturina við öðru með frábæru lágskoti fyrir utan teig og neðst í vinstra hornið.

Lucas Da Cunha gerði þriðja markið úr vítaspyrnu á 59. mínútu og náði Douvikas í annað mark sitt er hann sólaði markvörðinn og lagði boltann í autt netið.

Nicolas Kuhn dansaði með boltann á vítateigshorninu hægra megin áður en hann setti boltann á vinstri fótinn og skaut boltanum í boga í samskeytin fjær.

Stundarfjórðungi fyrir leikslok fékk Maxence Caqueret boltann fyrir utan teig, lagði hann fyrir sig með bringunni og skaut boltanum í hægra hornið.

Frábær mörk hjá Como í leiknum og geggjuð frammistaða en liðið er í 6. sæti með 40 stig og ætlar sér að komast í Evrópukeppni fyrir næstu leiktíð, en Torino er í 14. sæti með 23 stig.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
6 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Cagliari 22 5 8 9 22 30 -8 23
15 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 22 3 9 10 23 32 -9 18
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner