Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 16:39
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Víkingur og Þróttur mætast í úrslitum - KR vann Val
Víkingar eru komnir í úrslit
Víkingar eru komnir í úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur mætir Víking
Þróttur mætir Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Víkings mæta Þrótturum í úrslitaleik Reykjavíkur móts karla en þetta varð ljóst eftir úrslit úr leikjum dagsins.

Víkingar gerðu 1-1 jafntefli við Fram á Víkingsvellinum en Framarar komust yfir á 17. mínútu með sjálfsmarki heimamanna.

Karl Friðleifur Gunnarsson jafnaði metin aðeins nokkrum mínútum síðar og tryggði þannig Víkingum toppsæti A-riðils með 10 stig.

ÍR og Leiknir skildu jöfn, 1-1, í nágrannaslag í Egilshöllinni. Leiknismenn tóku forystuna á 82. mínútu en nokkrum mínútum síðar sá Alexander Rúnar Róbertsson rauða spjaldið og í kjölfarið jöfnuðu ÍR-ingar er Emil Nói Sigurhjartarson skoraði af vítapunktinum og þar við sat. ÍR hafnaði í öðru sæti A-riðils með 7 stig en Leiknir í botnsætinu með aðeins eitt stig.

Þróttarar tóku efsta sæti B-riðils en sætið var tryggt með markalausu jafntefli gegn Fylki í Laugardalnum. Þróttarar enduðu því með 7 stig en KR í öðru með 6 stig eftir að hafa unnið Val, 2-0, á Hlíðarenda.

Aron Sigurðarson skoraði fyrir KR á 8. mínútu áður en Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins, sá rauða spjaldið aðeins þrettán mínútum síðar.

Manni færri tókst KR-ingum samt sem áður að bæta við öðru og var þar að verki Róbert Elís Hlynsson sem hefur litið mjög vel út í mótinu. Hann skoraði alls fimm mörk í þremur leikjum.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:

Víkingur 1 - 1 Fram
0-1 Sjálfsmark ('17 )
1-1 Karl Friðleifur Gunnarsson ('24 )

ÍR 1- 1 Leiknir R.
0-1 Markaskorara vantar ('82 )
1-1 Emil Nói Sigurhjartarson ('90, víti )
Rautt spjald: Alexander Rúnar Róbertsson ('90, Leiknir)

B-riðill:

Valur 0 - 2 KR
0-1 Aron Sigurðarson ('8 )
0-2 Róbert Elís Hlynsson ('74 )
Rautt spjald: Arnar Freyr Ólafsson ('21, KR)

Þróttur R. 0 - 0 Fylkir
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Reykjavíkurmót karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner