Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 19. maí 2024 10:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims. Njótið.


Aston Villa hefur áhuga á Conor Gallagher, 24, miðjumanni Chelsea og gæti notað Jhon Duran, 20 sem hluta af dílnum. (Telegraph)

Ivan Toney, 28, framherji Brentford er einn af tveimur sóknarmönnum sem Tottenham ætlar að fá í sumar. (Football Insider)

Kieran McKenna stjóri Ipswich er líklegastur til að taka við af Mauricio Pochettnio sem stjóri Chelsea en framtíð Pochettino er í óvissu. (Guardian)

Roberto de Zerbi er efstur á blaði hjá Bayern Munchen en hann mun hætta sem stjóri Brighton eftir tímabilið. (Bild)

Bayern og De Zerbi hafa ákveðið að þau munu ekki vinna saman. (Fabrizio Romano)

Real Madrid hefur áhuga á Alexis Mac Allister, 25, miðjumanni Liverpool en hefur þó ekki gert tilboð í hann. (Sun)

Fenerbache og Besiktas vilja ráða Jose Mourinho fyrrum stjóra Chelsea, Man Utd og fleiri liða. (Goal)

Newcastle, Everton og Crystal Palace hafa áhuga á Kasey McAteer, 22, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Leicester City. (Football Insider)

Everton er að undirbúa sig að fá tilboð í Jarrad Branthwaite, 21. Man Utd, Man City og Tottenham hafa áhuga. (Mail)

Man Utd vill selja hinn 22 ára gamla Mason Greenwood en hann hefur verið orðaður við Napoli, Juventus og Atletico Madrid eftir að hafa staðið sig vel á láni hjá Getafe. (Talksport)

Napoli hefur haft samband við Man Utd vegna Greenwood. (Athletic)

Dortmund hefur einnig áhuga á Greenwood. (Mirror)

Arne Slot, verðandi stjóri Liverpool, hefur sett það í forgang að næla í Antonio Silva, 20, miðvörð Benfica. (Give Me Sport)

RB Leipzig hefur sett verðmiða á Benjamin Sesko sem er orðaður við Arsenal en hann er metinn á 56 milljónir punda. (Sky Sports Germany)

Xavi, stjóri Barcelona, segir að hann hafi ennþá stuðning frá stjórn félagsins þrátt fyrir orðróm um að hann gæti verið rekinn. (Times)


Athugasemdir
banner
banner