Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 19. september 2015 18:14
Hafliði Breiðfjörð
Binni Gests: Ég kastaði ekki inn hvíta handklæðinu
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Aðstæðurnar voru skelfilegar og þetta var fullstórt tap miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Brynjari Þór Gestsson þjálfari Fjarðabyggðar eftir 6-2 tap gegn Víkingi í Ólafsvík í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 6 -  2 Fjarðabyggð

Fjarðabyggð var aðeins með tvo varamenn á bekknum, annan með snert af lunganbólgui, Martin Sindra Rósendahl sem kom inná í 13 mínútur og hinn, Hafþór Þrastarson sem var óleikfær og spilaði ekki. En hvar voru mennirnir?

„Það eru margir sem eru með óó, einhversstaðar, og það er þannig að það þarf ekki að vera mikið óó og þá eru menn ekki með. Fyrirliðinn er erlendis og, ég veit ekki hvar þessir menn eru. Það þýðir ekker tað spyrja mig, ég er bara þjálfarinn."

Brynjar var að stýra liðinu annað árið í röð, kom þeim upp í 1. deild fyrir ári en hvað tekur við, verður hann áfram þjálfari?

„Ég hef ekki hugmynd, ég er með tveggja ára samning og á eitt ár eftir af samning en eins og þessir samningar eru þá geta þeir sagt mér upp á ákveðnum fresti og ég get sagt upp. Það er allt í lausu lofti, við vitum ekki hvað verður með leikmenn, hvort þeir verða áfram. Það á eftir að ganga í þetta allt. Það hefði verið lúxus að hafa þetta klárt. Mig langar að gera svo margt, mér langar að vera þar sem er metnaður og menn stefna hærra en þeir eru. Það er það sem mann langar að gera í fótbolta. Ég vil ekki vera þar sem menn eru ekki tilbúnir að leita hærra og gera betur en þeir voru að gera. Ég held að Fjarðabyggð sér í dauðafæri til þess miðað við tímabilið núna. Það þarf ekki mikið upp á, það þarf örlítið og ég veit hvað það er. Svo er fullt af öðrum liðum sem langar að gera betur."

En verður hann semsagt áfram ef hann fær peninga til að kaupa leikmenn?

„Ég veit það ekki, mig langar auðvitað til þess. En þetta snýst um að mig langar ekki að fara aftur út í að þurfa að leita að 8-9 leikmönnum."

Fjarðabyggð var í toppbaráttu deildarinnar langt fram eftir móti en á miðju tímabili sagði Brynjar í viðtali að liðið væri ekki að stefna að því að fara í efstu deild. En kastaði hann inn hvíta handklæðinu þá?

„Auðvitað var það stefnan, það var engin spurning um það," svaraði Bryjar en gengið hrundi í kjölfarið.

„Það eru fleiri factorar sem koma inn, stórir factorar sem verða ekki ræddir hér. Þeir factorar sem verður rætt um hér er að liðið var í miklum meiðslum fyrir mót og það voru mikil meiðsli á meðan mótinu stóð. Þegar við vorum að fá menn inn úr meiðslum þá voru þeir ekkert almennilega klárir."

„Ég er búinn að tögglast á þessu og tuða en það er ekkert eðlilegt að fara í gegnum 14 mismunandi samsetningar á hafsentum og vörn. Það er það sem hefur verið málið og okkur vantaði samkeppni í markmannsstöðuna og fleiri möguleika í hafsent, og kannski einn auka senter svo Brynjar væri ekki sá eini sem var að skora. En þú getur ekki fengið allt þegar þú ert fyrir austan og það er erfitt að fá menn. En við vorum sáttir eftir fyrri umferðina og ég kastaði ekki inn hvíta handklæðinu, það var alveg klárt mál. Þú getur alveg fengið staðfestingu á því, það er það síðasta sem ég geri,"
sagði Brynjar en hvað er þetta sem hann vill ekki ræða?

„Það er eitthvað sem við stjórnum ekki hvorki leikmenn né þjálfari. Það hefur haft sín áhrif, töluverð, en ekkert er svo slæmt að það sé ekki hægt að sauma í götin. En núna er mótið búið, maður tekur góða pásu og svo veit maður ekkert hvar maður verður, maður verður einhversstaðar að þjálfa, það er bókað mál."

„Ég er búinn að fá lyktina af þessari 1. deild og andskotinn hafi það, að hafa þurft að safna einhverjum 12-13 stigum í viðbót er bara skandall að hafa ekki gert það. En þetta er ekkert mál, ég verð einhversstaðar og örugglega með gullpening um hálsinn á næsta ári."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner