Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fös 26. nóvember 2004 08:15
Hjördís Lára Hreinsdóttir
Eriksson ætlar að spjalla við Beckham
Mynd: Hjördís Lára Hreinsdóttir
Sven-Göran Eriksson, landsliðþjálfari Englendinga, ætlar að skreppa í heimsókn suður til Madrídar og spjalla við David Beckham fyrirliða sinn. Þrátt fyrir að gengi Real Madrid, og þá líka Beckham, hafi ekki staðið undir væntingum undanfarið hefur hann trú á sínum manni og stendur með honum.

Hann neitar að Beckham sé “búinn” sem leikmaður landsliðsins, þrátt fyrir hann sé ekki í nægilega góðri æfingu um þessar mundir. Eriksson gerir þar að auki athugasemdir við hvar Becks er látinn leika hjá Real Madrid.

Erikson hefur stöðugt staðið við bakið á Beckham, jafnvel þótt þessi snjalli miðvallarleikmaður Real Madrid hafi átt í erfiðleikum síðasta árið. Einnig finnst honum að Beckham ætti að spila á hægri kantinum hjá Real í stað þess að leika á miðjunni eins og hann hefur gert undanfarið. Í ljósi þess að Real hefur ekki náð viðunandi úrslitum undanfarið finnst Eriksson að pressan á leikmennina sé að sliga þá, og ekki síst Beckham.

Einhvern tímann á næstu þremur mánuðum mun landsliðsþjálfarinn fljúga til Madríd til að spjalla við hann til að peppa hann upp fyrir vináttuleik Englands og Hollands.
”Ég mun fara að hitta hann fyrir febrúar, þó ég viti ekki nákvæmlega hvenær. Við spjöllum saman annað slagið” sagði Eriksson sem er þess fullviss að Beckham muni snúa við blaðinu. Hann bætti við að Beckham sé ekki í svo slæmu formi eftir allt: ”Þetta mun allt koma hjá honum. Ég trúi því ekki að fótboltaferill hans sé á enda, ég er alveg sannfærður um það!

”Það verður að taka með í reikninginn að væntingarnar til Real Madrid eru þær að vinna hvern einasta leik 5-0. Það eru þeir ekki að gera og því eiga leikmennirnir erfitt um þessar mundir. Í leiknum á móti Barcelona spilaði allt liðið illa. Í síðasta leiknum núna á móti Bayer Leverkusen spilaði David vel í fyrri hálfleik samkvæmt mínum manni sem fylgdist með framgangi hans, en var tekinn útaf þegar hann rotaðist. Hann mundi ekkert eftir því hvað gerðist.

“Ég vil ekki blanda mér í hvernig málum Real Madrid er hagað, en mér finnst Beckham spila betur hægra megin á þriggja eða fjögra manna miðju,”
bætti Eriksson við.

Aftur á móti er ekki beint eins og Beckham sé að blanda sér í slaginn um besta leikmann ársins í Evrópu. Eriksson, sem getur ekki kosið neina enska leikmenn hvort sem er, trúir að verðlaunin verði kapphlaup milli Ronaldinho og Thierry Henry, auk þess sem Deco gæti blandað sér í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner