Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 01. júní 2017 22:28
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Halldór um draumamótherja: Gæti ekki verið meira sama
Halldór Kristinn, spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis R.
Halldór Kristinn, spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Kristinn Halldórsson, spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis R. var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Grindavík í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld.

„Hún er mjög góð. Spiluðum á móti sterku Grindavíkurliði. Þetta var með skemmtilegri leikjum sem ég hef spilað. Bæði lið að spila góðan bolta," sagði Halldór Kristinn.

Leikurinn fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni en Halldór fann lítið fyrir þreytu eftir leikinn.

„Ég er smá súr í löppum en úthaldið er gott þannig nei."

Halldór fór fögrum orðum um lið Grindavíkur eftir leikinn.

„Það er alltaf gott að sækja sigur gegn sterkum liðum. Þetta lið er líklega sterkasta lið sem við höfum spilað við hingað til."

Aðspurður um draumamótherja í 8-liða úrslitum var Halldór alveg sama hvaða lið kemur úr pottinum.

„Gæti ekki verið meira sama. Bara fá einhvern góðan leik. Við viljum heimaleik, vissulega," sagði Halldór Kristinn eftir innskot Elvars Geirs Magnússonar, ritstjóra Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner