PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   mán 01. október 2018 13:48
Elvar Geir Magnússon
Óli Palli hættur þjálfun Fjölnis (Staðfest)
Ólafur Páll Snorrason.
Ólafur Páll Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ólafur Páll Snorrason heldur ekki áfram sem þjálfari Fjölnis en frá þessu er greint í tilkynningu frá Grafarvogsliðinu.

Ólafur Páll var eitt ár í starfinu en Fjölnir hafnaði í 11. sæti Pepsi-deildarinnar og féll niður í Inkasso-deildina.

Í lokaumferðinni síðasta laugardag tapaði Fjölnir gegn Fylki 7-0.

„Ég mun setjast niður með stjórninni á næstunni og ég hef alltaf áhuga á að hjálpa til hjá Fjöni ef þess verður óskað en það er erfitt að vera jákvæður eftir svona afhroð. Ég hef sjaldan verið jafn niðurlægður og þetta kemur manni heldur betur í raunveruleikann," sagði Ólafur eftir þann leik.

Tilkynning frá Fjölni:
Knattspyrnudeild Fjölnis og Ólafur Páll Snorrason hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að framlengja ekki samningi um starf þjálfara liðs meistaraflokks karla. Knattspyrnudeild Fjölnis þakkar Óla Palla kærlega fyrir hans störf fyrir félagið um leið og við óskum honum alls hins besta í framtíðinni.
Athugasemdir
banner