Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 06. desember 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Etuhu ekki refsað fyrir að hagræða úrslitum
Dickson Etuhu, fyrrum miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið sýknaður af ákæru um hagræðingu úrslita á leik í Svíþjóð.

Etuhu var á mála hjá AIK í Svíþjóð í fyrra en hann var sakaður um að hafa reynt að múta liðsfélaga sínum, markverðinum Kenny Stamatopoulos, fyrir lek gegn Gautaborg í fyrra.

Stamatopoulos tilkynnti AIK um málið og leiknum var í kjölfarið frestað.

Dómstólar í Stokkhólmi hafa nú tekið málið fyrir og Etuhu var sýknaður þar sem sönnunargögn skorti til að sanna sekt hans.

Hinn 36 ára gamli Etuhu spilaði með Manchester City, Preston, Norwich, Sunderland, Fulham og Blackburn á sínum tíma en hann á að auki 33 lansdleiki að baki með Nígeríu. Í dag spilar hann með IFK Rössjöholm í sænsku fimmtu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner