fös 11. janúar 2019 14:45
Arnar Helgi Magnússon
Ósáttur Sarri: Bayern sýnir félaginu vanvirðingu
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea er ekki sáttur með það hvernig þýska stórliðið hefur borið sig að Callum Hudson-Odoi, leikmann Chelsea.

Bayern München hefur undanfarnar vikur verið að eltast við hinn 18 ára gamla Callum Hudson-Odoi sem þykir einn efnilegasti vængmaður Englands um þessar mundir.

Chelsea ætlar að kvarta til FIFA en félagið grunar að Bayern hafi nú þegar haft óformlegar viðræður við fjölskyldu Hudson-Odoi og fulltrúa hans.

Sjá meira:
Chelsea ætlar að leggja fram kvörtun til FIFA

„Þetta er ekki fagmannlega gert. Þeir eru að tala við með skrítnum leiðum sem er samningsbundinn okkur. Með þessu eru þeir að vanvirða klúbbinn okkar."

„Ég veit ekki hvað ég get sagt meir. Ég er mjög, mjög sáttur með Hudson-Odoi en hann er að bæta sig sem leikmaður hjá okkur á hverjum einasta degi."
Athugasemdir
banner
banner
banner