Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. janúar 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Hasselbaink hefur áhyggjur af forminu hjá Higuain
Gonzalo Higuain er mættur í enska boltann.
Gonzalo Higuain er mættur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Jimmy-Floyd Hasselbaink, fyrrum framherji Chelsea, hefur áhyggjur af því að Gonzalo Higuain sé ekki í nægilega góðu formi til að standa sig með liðinu.

Higuain skoraði átta mörk í 22 leikjum á láni hjá AC Milan áður en Chelsea fékk hann í gær á láni út timabilið frá Juventus.

„Við vitum að hann veit hvar markið er. Það eina sem er áhygguefni er að hann er 31 árs. Hversu góðu formi er hann í? Hversu góðu formi er hann í til að takast á við ensku úrvalsdeildina?" sagði Hasselbaink.

„Við vitum að enska úrvalsdeildin er sú erfiðastsa í heimi. Líkamlega þarftu að vera í lagi. Ef hann er í lagi líkamlega þá á hann eftir að skora mörk. Ef hann er það ekki þá verður hann í smá vandræðum."

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, þekkir Higuain vel en Argentínumaðurinn skoraði 36 mörk fyrir hann hjá Napoli tímabilið 2015/2016.
Athugasemdir
banner
banner