Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mið 24. apríl 2024 12:00
Innkastið
„Hefur verið vonbrigði í upphafi tímabils“
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason hefur ekki fundið sig almennilega í upphafi Bestu deildarinnar. Breiðablik keypti Aron frá Sirius í Svíþjóð, Valur var einnig að reyna að fá hann en tapaði þeirri baráttu.

Breiðablik vann fyrstu tvo leiki sína en fékk 4-1 skell gegn meisturum Víkings á mánudag.

„Þriðja leikinn í röð verð ég fyrir vonbrigðum með leikmanninn sem var stóru kaupin hjá Breiðabliki í vetur. Hann kemur heim frá Svíþjóð og öll liðin berjast um hann. Ég held að engin fyrirgjöf frá honum hafi hitt á samherja. Þær voru að fara vel yfir leikmenn og hann er ekki alveg í takti," segir Sæbjörn Steinke fréttamaður Fótbolta.net í Innkastinu.

„Ég er alveg sammála því. Aron hefur verið vonbrigði í upphafi tímabils. Svo virkar Ísak (Snær Þorvaldsson) ekki í sína besta standi þegar hann kemur þarna inná, það er spurning hvenær hann verður kominn í fulla sveiflu hjá Blikunum," segir Valur Gunnarsson í umræðunni um leik Víkings og Breiðabliks.

„Víkingur virkar bara mun betri en Breiðablik í dag."
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner