Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. febrúar 2019 21:01
Arnar Helgi Magnússon
Lengjubikarinn: Sex mörk í dramatísku jafntefli
Jasper Van Der Heyden skoraði tvö í kvöld.
Jasper Van Der Heyden skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 3 - 3 Þróttur R.
1-0 Arnar Helgi Magnússon (45' )
2-0 Bergþór Ingi Smárason (46' )
1-2 Jasper Van Der Heyden (66' )
2-2 Gústav Kári Óskarsson (81' )
2-3 Jasper Van Der Heyden (85' )
3-3 Stefán Birgir Jóhannesson (90' )

Það var heldur betur dramatík þegar Njarðvík og Þróttur R. mættust í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni í kvöld.

Sex mörk voru skoruð í leiknum en það fyrsta kom ekki fyrr en á 45. mínútu þegar Arnar Helgi Magnússon kom Njarðvík yfir.

Bergþór Ingi Smárason tvöfaldaði forystu Njarðvíkur strax í upphafi síðari hálfleiks. Þá var komið að Þrótturum að snúa leiknum sér í hag en Jasper Van Der Heyden minnkaði muninn á 66. mínútu og staðan orðin 1-2.

Gústav Kári Óskarsson jafnaði á 81. mínútu en rétt á undan hafði Njarðvík misnotað vítaspyrnu. Það kom ekki að sök því að Jasper skoraði sitt annað mark í leiknum á 86. mínútu og Þróttarar komnir yfir eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Stefán Birgir Jóhannesson jafnaði fyrir Njarðvík á þriðju mínútu uppbótartíma en það var síðasta mark leiksins og magnað 3-3 jafntefli staðreynd í afar sveiflukenndum leik.

Njarðvík skýst upp í toppsæti riðilsins með fjögur stig en Þróttur með tvö stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner