Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. mars 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku og Pogba rifust eftir leikinn gegn Southampton
Paul Pogba og Romelu Lukaku rifust yfir vítaspyrnunni gegn Southampton
Paul Pogba og Romelu Lukaku rifust yfir vítaspyrnunni gegn Southampton
Mynd: Getty Images
Paul Pogba og Romelu Lukaku, leikmenn Manchester United, rifust eftir 3-2 sigur liðsins á Southampton um helgina en þeir rifust fyrir vítaspyrnuklúðri Pogba undir lokin.

Lukaku átti frábæran leik gegn Southampton en Yan Valerie kom Southampton yfir áður en Andreas Pereira skoraði annað gullfallegt mark. Romelu Lukaku kom United yfir áður en James Ward-Prowse jafnaði úr aukaspyrnu.

Lukaku skoraði svo þriðja mark United og þá fékk liðið vítaspyrnu undir lokin er brotið var á Marcus Rashford. Paul Pogba ákvað að stíga á punktinn í stað þess að leyfa Lukaku að fullkomna þrennuna.

Angus Gunn varði frá Pogba en eftir leikinn rifust þeir Pogba og Lukaku.

Lukaku sýndi Pogba stuðning er hann var í erjum við Jose Mourinho og fannst hann eiga inni hjá Pogba en franski landsliðsmaðurinn ákvað samt að fara á punktinn.

Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðastjóri United, þurfti að stíga á milli þeirra eftir leikinn til að róa ástandið en báðir hafa verið frábærir frá því Solskjær tók við.
Athugasemdir
banner
banner