Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 01. maí 2019 09:30
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso: 2. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. Þór 224 stig
3. Keflavík 193 stig
4. Víkingur Ó. 184 stig
5. Þróttur R. 133 stig
6. Fram 121 stig
7. Leiknir R. 120 stig
8. Haukar 108 stig
9. Grótta 104 stig
10. Njarðvík 78 stig
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig

2. Þór
Lokastaða í fyrra: Þór endaði í 3. sæti deildarinnar í fyrra eftir að hafa verið spáð 6. sæti. Þeir voru í baráttu við HK og ÍA lengi vel en þeirri baráttu lauk of snemma. Lárus Orri hætti sem þjálfari liðsins að loknu tímabili.

Þjálfarinn: Gregg Ryder hefur tekið við liði Þórs. Gregg skrifaði undir tveggja ára samning við Þór. Hann þjálfaði síðast Þrótt R. en hætti um miðjan apríl mánuð í fyrra. Áður hafði Gregg þjálfað í Vestmannaeyjum. Gregg er yngsti þjálfari deildarinnar.

Styrkleikar:
Gríðarlega öflugur og reynslumikill leikmannahópur á Inkasso mælikvarða. Hafa bætt við leikmönnum í sinn hóp sem hafa sannað sig í deildinni á meðan liðið hefur ekki misst mikið af leikmönnum sem voru í stóru hlutverki í fyrra þegar liðið hafnaði í 3.sæti. Mikill stuðningur á bak við liðið og góð umgjörð hjá félaginu.

Veikleikar:
Varnarleikurinn var vandamál hjá Þórsurum síðasta sumar og kom í veg fyrir að liðið ógnaði HK og ÍA meira en raun bar vitni. Verður spennandi að sjá hvort Gregg Ryder geti breytt því en liðið fékk 37 mörk á sig í fyrra. Þá eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi hjá Þórsurum þar sem nokkrir af reynslumestu leikmönnum liðsins eru komnir í minni hlutverk innan vallar. Hvaða áhrif hefur það á hópinn?

Lykilmenn: Aron Birkir Stefánsson, Orri Sigurjónsson og Alvaro Montejo.

Gaman að fylgjast með:
Ignacio Gil. Spænski miðjumaðurinn kom sem stormsveipur inn í lið Þórs á síðasta tímabili eftir að hafa komið óvænt til liðsins skömmu fyrir mót. Var einn besti leikmaður deildarinnar og ólíkt því sem var í fyrra eru nú gerðar gífurlegar kröfur til hans. Stendur hann undir því?

Komnir:
Dino Gavric frá Fram
Sigurður Marinó Kristjánsson frá Magna

Farnir:
Óskar Elías Zoega Óskarsson í ÍBV

Fyrstu þrír leikir Þórs
4. maí Þór - Afturelding
11. maí Njarðvík – Þór
18. maí Þór – Grótta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner