Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. ágúst 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Perisic meðvitaður að hann var ekki fyrsti kostur
Ivan Perisic er mættur til Bayern.
Ivan Perisic er mættur til Bayern.
Mynd: Getty Images
Króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic er genginn í raðir Bayern München á láni út tímabilið. Það var staðfest í gær.

Hinn þrítugi Perisic var sterklega orðaður við Manchester United í fyrrasumar en hann er nú mættur til Bayern. Perisic þekkir til í Þýskalandi því hann spilaði með Wolfsburg áður en hann fór til Inter árið 2015.

Bayern hafði verið á eftir Leroy Sane, kantmanni Manchester City, í allt sumar, en hann meiddist og þau skipti urðu því að engu.

Perisic var ekki fyrsti kostur Bayern en hann segir að það hafi ekki verið spurning um að stökkva á tækifærið að koma aftur til Þýskalands.

„Þetta gerðist mjög fljótt. Allir vita hvað gerðist hjá Sane og ég vona að hann jafni sig fljótt. En þegar Bayern hringdi þá tók ég mér aðeins nokkra klukkutíma í að hugsa mig um með fjölskyldu minni. Þegar félag eins og Bayern hefur samband, þá er ekki hægt að segja nei," sagði hinn þrítugi Perisic á blaðamannafundi.

„Ég vil gera mitt besta á hverjum degi, í hverjum leik og ég vona að þetta verði árangursríkt ár."

Perisic og félagar í Bayern hefja titilvörn sína í Þýskalandi annað kvöld gegn Hertha Berlín á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner