fim 15. ágúst 2019 12:33
Elvar Geir Magnússon
Messi, Ronaldo og Van Dijk tilnefndir hjá UEFA
Virgil van Dijk varð Evrópumeistari með Liverpool.
Virgil van Dijk varð Evrópumeistari með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ronaldo vann Þjóðadeildina og ítalska meistaratitilinn.
Ronaldo vann Þjóðadeildina og ítalska meistaratitilinn.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Juventus) og Virgil van Dijk (Liverpool) urðu þrír efstu í kjöri UEFA á leikmanni ársins.

Sigurvegarinn verður opinberaður 29. ágúst, þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Þjálfarar og íþróttafréttamenn í Evrópu kjósa.

Lionel Messi (Barcelona og Argentína)
Markahæstur í Meistaradeildinni og hlaut gullskó Evrópu. Vann sinn tíunda Spánarmeistaratitil.

Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal)
Varð markahæstur í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar þar sem Portúgal stóð uppi sem sigurvegari. Vann einnig sinn fyrsta ítalska meistaratitil.

Virgil van Dijk (Liverpool og Holland)
Maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem Liverpool vann. Komst einnig í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar með hollenska landsliðinu.

Aðrir sem enduðu í topp tíu:
4. Alisson Becker (Liverpool/Brasilía)
5. Sadio Mané (Liverpool/Senegal)
6. Mohamed Salah (Liverpool/Egyptaland)
7. Eden Hazard (Chelsea/Real Madrid/Belgía)
8. - 9. Matthijs de Ligt (Ajax/Juventus/Holland)
8 .- 9. Frenkie de Jong (Ajax/Barcelona/Holland)
10. Raheem Sterling (Manchester City/England)

Aðrar tilnefningar:

Markvörður tímabilsins: Alisson Becker, Hugo Lloris, Marc-André ter Stegen
Varnarmaður tímabilsins: Trent Alexander-Arnold, Matthijs de Ligt, Virgil van Dijk
Miðjumaður tímabilsins: Frenkie de Jong, Christian Eriksen, Jordan Henderson
Sóknarleikmaður tímabilsins: Sadio Mané, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo
Leikmaður ársins í kvennaflokki: Lucy Bronze, Ada Hegerberg, Amandine Henry
Leikmaður tímabilsins í Evrópudeildinni: Olivier Giroud, Eden Hazard, Luka Jović


Athugasemdir
banner
banner