sun 25. ágúst 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurt og svarað með Van Dijk - Firmino besti liðsfélaginn
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk er einn besti varnarmaður í heimi, ef ekki sá besti. Hann leikur með Liverpool og hefur gert það síðan í janúar 2018, þegar hann var keyptur frá Southampton.

Hann hjálpaði Liverpool að vinna Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Í aðdraganda 3-1 sigursins á Arsenal um helgina fékk TalkSport tækifæri til að spyrja Van Dijk spjörunum úr.

Hann var meðal annars spurður út í besta leikmann sem hann hefur spilað með. Svarið við því var Roberto Firmino, framherji Liverpool.

Hér að neðan má skoða spurningarnar og svör Firmino.

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með?
Ég ætla að vera hlutdrægur og nefna einn af liðsfélögum mínum; Roberto Firmino.

Besti leikmaður allra tíma?
Ronaldinho.

Besti hollenski leikmaður allra tíma?
Marco van Basten. Ég sá hann aldrei spila en ég veit að hann var nokkuð góður.

Besti knattspyrnustjóri allra tíma?
Ronald Koeman og Jurgen Klopp.

Besti leikur sem þú hefur spilað í?
Leikurinn á móti Barcelona (4-0 sigur á Anfield í Meistaradeildinni á síðasta tímabili).

Besti leikur sem þú hefur horft á?
Þegar ég horfði á Barcelona leikinn aftur.

Besta augnablikið í fótbolta?
Fyrsti leikur hjá öllum liðum sem ég hef spilað fyrir.

Besti búningur sem þú hefur klæðst?
Liverpool búningurinn.

Besta andrúmsloft sem þú hefur spilað í?
Anfield.

Besti völlur?
Anfield.

Erfiðasti sóknarmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni?
Sergio Aguero.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner