Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   sun 25. ágúst 2019 18:46
Ester Ósk Árnadóttir
Rúnar Kristins: Tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ágætis stig, gott að taka með sér eitt stig héðan. Við héldum hreinu og vorum þéttir varnarlega. Við vorum ósáttir við tempóið í okkar spili. Það var svolítið hægt og við náðum okkur aldrei almennilega á strik." sagði Rúnar Kristins eftir 0-0 jafntefli við KA á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

Taktík KA manna kom KR á óvart í upphafi leiks.

„Við áttum ekki von á að byrjunin á leiknum yrði eins og hún var. KA menn gáfu okkur boltann og við stjórnuðum leiknum fyrstu tuttugu mínúturnar. Mér fannst eins og mínir menn héldu þá að þetta yrði eitthvað voða auðvelt. Sköpum ekki eitt færi þótt við stjórnum fyrri hálfleiknum frá a-ö. KA menn voru svo töluvert sterkari í síðari hálfleik."

KR átti eitt skot á mark í leiknum á meðan KA náði engu skoti á mark.

„Það segir dálítið til um stöðubaráttuna í leiknum. Það voru tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa. Við vildum ekki taka alltof mikla sénsa með þessa framlínu sem KA menn eru með, þeir eru mjög hættulegir. Við erum mjög ánægðir að hafa haldið hreinu og ég held að Óli Stefán sé sömuleiðis ánægður að hafa haldið hreinu með KA og úr varð hálf leiðinlegur leikur. Eitt stig á hvort lið og það hjálpar báðum."

KR fer í 40 stig á toppnum og KA fer í 21 stig í 9. sæti.

„Við erum sáttir við stigið. Það er erfitt að koma hér og spila. Við unnum 1-0 í fyrra eftir mikinn baráttuleik og nú er þetta 0-0 baráttuleikur og við höldum hreinu annað árið í röð. Auðvitað vildum við samt taka þrjú stigin."

Það eru fjórir leikir eftir af mótinu og KR er með pálmann í höndunum.

„Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Við erum bara ánægðir á meðan Íslandsmótið er í gangi. Það eru ennþá fjórir leikir eftir og 12 stig í pottinum. Við þurfum að halda áfram að taka stig og gera þetta sjálfir. Fyrst og fremst að treysta á okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner