Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 25. ágúst 2019 18:46
Ester Ósk Árnadóttir
Rúnar Kristins: Tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ágætis stig, gott að taka með sér eitt stig héðan. Við héldum hreinu og vorum þéttir varnarlega. Við vorum ósáttir við tempóið í okkar spili. Það var svolítið hægt og við náðum okkur aldrei almennilega á strik." sagði Rúnar Kristins eftir 0-0 jafntefli við KA á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

Taktík KA manna kom KR á óvart í upphafi leiks.

„Við áttum ekki von á að byrjunin á leiknum yrði eins og hún var. KA menn gáfu okkur boltann og við stjórnuðum leiknum fyrstu tuttugu mínúturnar. Mér fannst eins og mínir menn héldu þá að þetta yrði eitthvað voða auðvelt. Sköpum ekki eitt færi þótt við stjórnum fyrri hálfleiknum frá a-ö. KA menn voru svo töluvert sterkari í síðari hálfleik."

KR átti eitt skot á mark í leiknum á meðan KA náði engu skoti á mark.

„Það segir dálítið til um stöðubaráttuna í leiknum. Það voru tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa. Við vildum ekki taka alltof mikla sénsa með þessa framlínu sem KA menn eru með, þeir eru mjög hættulegir. Við erum mjög ánægðir að hafa haldið hreinu og ég held að Óli Stefán sé sömuleiðis ánægður að hafa haldið hreinu með KA og úr varð hálf leiðinlegur leikur. Eitt stig á hvort lið og það hjálpar báðum."

KR fer í 40 stig á toppnum og KA fer í 21 stig í 9. sæti.

„Við erum sáttir við stigið. Það er erfitt að koma hér og spila. Við unnum 1-0 í fyrra eftir mikinn baráttuleik og nú er þetta 0-0 baráttuleikur og við höldum hreinu annað árið í röð. Auðvitað vildum við samt taka þrjú stigin."

Það eru fjórir leikir eftir af mótinu og KR er með pálmann í höndunum.

„Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Við erum bara ánægðir á meðan Íslandsmótið er í gangi. Það eru ennþá fjórir leikir eftir og 12 stig í pottinum. Við þurfum að halda áfram að taka stig og gera þetta sjálfir. Fyrst og fremst að treysta á okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner