Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. september 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Van Dijk vill sjö Liverpool sigra fyrir næsta landsleikjahlé
Van Dijk fagnar marki.
Van Dijk fagnar marki.
Mynd: EPA
Boltinn byrjar aftur að rúlla í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir tæplega tveggja vikna landsleikjahlé. Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hefur sett markmið á sjö sigra áður en næsta landsleikjahlé er eftir mánuð.

„Við viljum halda áfram og vinna alla leiki sem eru framundan. Það eru sjö leikir fram að næsta landsleikjahléi. Við viljum vinna alla leiki svo sjö sigrar eru markmiðið. Það er það sem við þurfum að reyna að gera," sagði Van Dijk.

Liverpool er á toppnum eftir fjórar umferðir í ensku úrvalsdeildinni og það bendir ýmislegt til þess að félagið berjist aftur við Manchester City um enska meistaratitilinn.

„Það er mjög erfitt að segja hvort að sami stigafjöldi nægi í þetta skipti. Það eina sem þú getur hugsað um er að vinna þína leiki," sagði Van Dijk.

„Við vitum nákvæmlega hversu góðir Manchester City verða í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það eru líka aðrar keppnir sem við getum horft á til að ná árangri. Á næstu vikum spilum við nánast alltaf laugardag/þriðjudag."

„Það eru erfiðir leikir framundan. Við mætum Chelsea úti og Napoli úti í Evrópu. Deildabikarinn er aldrei auðveldur."

„Við vitum hversu erfitt þetta verður. Bæði næsti kafli og svo það sem eftir lifir tímabils. Við höfum hugarfarið og leikmennina til að vinna alla leiki sem eru framundan."

Athugasemdir
banner
banner