Samkvæmt heimildum BBC ákvað stjórn Manchester United að láta Rúben Amorim taka pokann sinn í ljósi þess að ekki væru skýr merki um að liðið væri í framþróun undir hans stjórn.
Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar eftir að hafa endað sögulega lágt á síðasta tímabili, eða í fimmtánda sæti. Í yfirlýsingu Manchester United er sagt að þetta sé rétti tímapunkturinn fyrir breytingar.
Ummæli Amorim við fjölmiðla í gær vöktu mikla athygli en þar sendi hann stjórninni pillu og sagði að afskipti hennar af liðinu væru of mikil. Í morgun var svo tilkynnt að portúgalski stjórinn hefði verið rekinn.
„Þegar þú segir svona hluti á fréttamannafundi þá ertu klárlega að reyna að stuða. Þetta getur farið í hvora áttina sem er. Kannski færðu stuðning eða þetta endar illa," segir Gary O'Neil, sérfræðingur BBC.
Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar eftir að hafa endað sögulega lágt á síðasta tímabili, eða í fimmtánda sæti. Í yfirlýsingu Manchester United er sagt að þetta sé rétti tímapunkturinn fyrir breytingar.
Ummæli Amorim við fjölmiðla í gær vöktu mikla athygli en þar sendi hann stjórninni pillu og sagði að afskipti hennar af liðinu væru of mikil. Í morgun var svo tilkynnt að portúgalski stjórinn hefði verið rekinn.
„Þegar þú segir svona hluti á fréttamannafundi þá ertu klárlega að reyna að stuða. Þetta getur farið í hvora áttina sem er. Kannski færðu stuðning eða þetta endar illa," segir Gary O'Neil, sérfræðingur BBC.
Darren Fletcher, fyrrum miðjumaður Manchester United, tekur við til bráðabirgða og talið er mögulegt að hann muni klára tímabilið. Fletcher hefur stýrt U18 liði United síðan í júlí.
Samkvæmt veðbönkum er líklegast að Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, verði næsti frambúðarstjóri United.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 20 | 15 | 3 | 2 | 40 | 14 | +26 | 48 |
| 2 | Man City | 20 | 13 | 3 | 4 | 44 | 18 | +26 | 42 |
| 3 | Aston Villa | 20 | 13 | 3 | 4 | 33 | 24 | +9 | 42 |
| 4 | Liverpool | 20 | 10 | 4 | 6 | 32 | 28 | +4 | 34 |
| 5 | Chelsea | 20 | 8 | 7 | 5 | 33 | 22 | +11 | 31 |
| 6 | Man Utd | 20 | 8 | 7 | 5 | 34 | 30 | +4 | 31 |
| 7 | Brentford | 20 | 9 | 3 | 8 | 32 | 28 | +4 | 30 |
| 8 | Sunderland | 20 | 7 | 9 | 4 | 21 | 19 | +2 | 30 |
| 9 | Newcastle | 20 | 8 | 5 | 7 | 28 | 24 | +4 | 29 |
| 10 | Brighton | 20 | 7 | 7 | 6 | 30 | 27 | +3 | 28 |
| 11 | Fulham | 20 | 8 | 4 | 8 | 28 | 29 | -1 | 28 |
| 12 | Everton | 20 | 8 | 4 | 8 | 22 | 24 | -2 | 28 |
| 13 | Tottenham | 20 | 7 | 6 | 7 | 28 | 24 | +4 | 27 |
| 14 | Crystal Palace | 20 | 7 | 6 | 7 | 22 | 23 | -1 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 20 | 5 | 8 | 7 | 31 | 38 | -7 | 23 |
| 16 | Leeds | 20 | 5 | 7 | 8 | 26 | 33 | -7 | 22 |
| 17 | Nott. Forest | 20 | 5 | 3 | 12 | 19 | 33 | -14 | 18 |
| 18 | West Ham | 20 | 3 | 5 | 12 | 21 | 41 | -20 | 14 |
| 19 | Burnley | 20 | 3 | 3 | 14 | 20 | 39 | -19 | 12 |
| 20 | Wolves | 20 | 1 | 3 | 16 | 14 | 40 | -26 | 6 |
Athugasemdir



