fim 12. september 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Óli um Kára: Lygi ef að maður myndi segja að þetta skipti ekki máli
Kári í leik gegn FH í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Kári í leik gegn FH í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég finn að vissu leyti til með Kára að missa af þessum leik sem hann var eflaust búinn að bíða eftir," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.

Kári Árnason, varnarmaður Víkings, verður að öllum líkindum ekki með FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn eftir að hafa meiðst aftan í læri gegn

„Hann er góður leikmaður og hann er búinn að standa sig feykilega vel með Víkingunum í sumar og vera mikilvægur hlekkur."

„Maður væri að ljúga því ef að maður myndi segja að þetta skipti ekki máli. Það kemur örugglega einhver í staðinn, einhver sem þarf að stíga upp."

„Það er fyrst og fremst okkar hugarfar og nálgun á leikinn sem skiptir máli ef Kári verður ekki með. Það er á okkar ábyrgð að tækla það."


Hér að neðan má hlusta á viðtali við Ólaf í heild sinni.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Óli Kristjáns: Svakalega langur tími síðan FH vann titil
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner