banner
   fim 12. september 2019 21:49
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Umspil í Inkasso-deildinni er í skoðun hjá KSÍ
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gæti orðið breytt fyrirkomulag í Inkasso-deild karla á næsta tímabili ef þær hugmyndir sem nú eru í skoðun hjá KSÍ verða að veruleika.

Rætt var við Guðna Bergson formann KSÍ í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi um mögulegt umspil á næsta ári í Inkasso-deildinni að enskri fyrirmynd.

Í Inkasso-deildinni fara efstu tvö liðin upp eins og fyrirkomulagið er núna en ef þessi hugmynd um umspil yrði að veruleika færi efsta liðið beint upp en 2.-5. sæti færi í umspil um síðasta lausa sætið.

Einnig er það í skoðun hjá KSÍ að vera með bikarkeppni fyrir neðri deildirnar.

Smelltu hér til að sjá viðtalið við Guðna á visir.is


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner