banner
   mán 23. september 2019 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Iwobi geti leyst hlutverk Gylfa - „Hann hverfur oft í langan tíma"
Alex Iwobi inn fyrir Gylfa?
Alex Iwobi inn fyrir Gylfa?
Mynd: Getty Images
Michael Cox, pistlahöfundur hjá Athletic, veltir steinum í pistli sínum um vandamál enska úrvalsdeildarfélagsins Everton en liðið hefur aðeins náð í sjö stig úr fyrstu sex leikjunum.

Gylfi, sem er 30 ára gamall, hefur lagt upp eitt mark í fyrstu sex leikjunum í deildinni en Everton hefur skorað fimm mörk í þessum sex leikjum.

Liðið tapaði fyrir Sheffield United um helgina; 2-0. Cox fór að rýna í sóknarleik Everton en hvar liggur vandamálið?

Alex Iwobi kom til Everton frá Arsenal í sumar en hann var ekki í byrjunarliðinu um helgina. Hann hefur átt ágæta leiki hingað til en Cox pælir í því hvort hann sé í raun tilbúinn til að taka við af Gylfa sem sóknartengiliður.

Iwobi hefur spilað sem sóknartengiliður með nígeríska landsliðinu og eins og Cox orðaði það þá er Iwobi líkari Adam Lallana á velli heldur en Wilfried Zaha.

„Þegar það kemur að hæfileikum Gylfa á heildina litið þá er hann ákveðinn úrslitavaldur. Hann getur skotið langt fyrir utan teig og eftir fyrirgjafir sem koma inn í teig. Það má hins vegar deila um hæfileika hans sem leikstjórnanda í opnu spili. Hann hverfur oft á löngum köflum í leikjum og er ekki alveg frábær í að fá boltann á milli línanna auk þess sem honum vantar hraða í skyndisóknir," skrifaði Cox.

„Gylf er frábær í föstum leikatriðum en þegar Lucas Digne er í liðinu þá þarf ekki að pæla mikið í því. Ef Iwobi myndi fara í þetta hlutverk þá gæti hann dregið leikmenn með sér til að gefa Digne og Coleman pláss til að keyra upp völlinn. Það er mjög ólíklegt að hann skapi jafn mikið af mörkum og Gylfi hefur gert en Everton gæti fundið framherjana og bakverðina og komið sér í betri stöðu í sóknarleiknum," skrifaði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner