Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. september 2019 09:15
Magnús Már Einarsson
Kaup framundan hjá Liverpool og Man Utd í janúar?
Powerade
James Maddison er orðaður við Liverpool.
James Maddison er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Sean Longstaff er áfram orðaður við Newcastle.
Sean Longstaff er áfram orðaður við Newcastle.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með helstu kjaftasögurnar líkt og alla aðra daga.



Real Madrid er að fylgjast með Raheem Sterling (24) leikmanni Manchester City en hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum á þessu tímabili. (El Mundo Deportivo)

Manchester United hefur hafið viðræður við Paul Pogba (26) um nýjan samning. Pogba á tvö ár eftir af samningi sínum. (Times)

Liverpool hefur áhuga á að fá James Maddison (22) miðjumann Leicester í sínar raðir í janúar. (Star)

Liverpool er að gera búningasamning við Nike en um er að ræða stærsta samning sögunnar. (Telegraph)

Kai Havertz (20) miðjumaður Bayer Leverkusen er með 90 milljóna punda verðmiða en hann hefur verið orðaður við Manchester United, Arsenal og Chelsea. (Sun)

West Ham hefur ákveðið að fresta því að selja nafnaréttinn á heimavelli sínum þar til næsta sumar. (Football Insider)

Manchester United ætlar að reyna að fá Sean Longstaff (21) miðjumann Newcastle og Erling Braut Haaland (19) framherja Red Bull Salzburg í sínar raðir í janúar. (Manchester Evening News)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, þykir næstlíklegastur til að vera rekinn í ensku úrvalsdeildinni. Marco Silva, stjóri Everton, þykir líklegastur. (Sun)

Willian (31), leikmaður Chelsea, er á óskalista Juventus en samningur hans rennur út næsta sumar. (Sky Sports)

Chelsea vonast til að ganga frá nýjum fimm ára samningi við varnarmanninn efnilega Fikayo Tomori (21). (La Gazzetta dello Sport)

Mario Mandzukic (33) framherji Juventus vonast til að komast í félag í ensku úrvalsdeildinni í janúar. (Tuttosport)

Serge Aurier (26) varnarmaður Tottenham er á leið til AC Milan. (Teamtalk)

Manchester United mun í dag tilkynna um veltu upp á 615 milljón punda. (ESPN)

Aston Villa og WBA vilja fá Sam McCallum (19) vinstri bakvörð Coventry. (Football Insider)

Caoimhin Kelleher (20) gæti spilað sinn fyrsta leik í marki Liverpool þegar liðið mætir MK Dons á morgun. Þrír mánuðir eu síðan Kelleher úlniðsbrotnaði þegar hann lenti í hjólreiðaslysi. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner