Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. október 2019 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19: Vuk Óskar tryggði íslenska liðinu sigur gegn Finnum
Vuk Óskar Dimitrijevic
Vuk Óskar Dimitrijevic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnland 0 - 1 Ísland
0-1 Vuk Óskar Dimitrijevic ('88)

Íslenska U19 ára drengjalandsliðið mætti í dag Finnum í æfingaleik í Finnlandi. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2020, en Ísland er þar í riðli með Albaníu, Belgíu og Grikklandi. Riðillinn fer fram í Belgíu 13.-19. nóvember.

Leikurinn var ansi tíðindalítill langt framan af leik og allt stefndi í 0-0 jafntefli.

Varamaðurinn Vuk Óskar Dimitrijevic sá til þess að svo varð ekki með marki á 88. mínútu leiksins eftir laglega sókn.

Íslenska liðið mætir því sænska á föstudag einnig í Finnlandi. Þjálfari íslenska liðsins er Þorvaldur Örlygsson.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:
1 Jökull Andrésson Reading
2 Valgeir Valgeirsson HK
3 Atli Barkarson Fredrikstad
5 Teitur Magnússon OB
6 Andri Fannar Baldursson Bologna F.C.
8 Ísak Snær Þorvaldsson Norwich
9 Andri Lucas Guðjohnsen Real Madrid
10 Kristall Máni Ingason FC Köbenhavn
17 Ísak Bergmann Jóhannesson IFK Norrköping
18 Mikael Egill Ellertsson Spal Fc
19 Róbert Orri Þorkelsson Afturelding

Varamenn:
12 Hákon Rafn Valdimarsson Grótta
13 Vuk Óskar Dimitrijevic Leiknir R.
14 Baldur Hannes Stefánsson Þróttur
15 Jón Gísli Eyland Gíslason ÍA
16 Davíð Snær Jóhannsson Keflavík
4 Jóhann Árni Gunnarsson Fjölnir
11 Sölvi Snær Guðbjargarson Stjarnan
7 Karl Friðleifur Gunnarsson Breiðablik
20 Þórður Gunnar Hafþórsson Vestri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner