Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 10. október 2019 09:20
Elvar Geir Magnússon
Maddison dregur sig úr landsliðinu vegna veikinda
James Maddison, leikmaður Leicester, hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum vegna veikinda.

England mætir Tékklandi á morgun og Búlgaríu í næstu viku en um er að ræða leiki í undankeppni EM.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari hefur ákveðið að kalla ekki inn leikmann í stað Maddison.

Þessi 22 ára leikmaður hefur verið magnaður með Leicester en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleiki.

England mun tryggja sér í úrslitakeppni EM 2020 ef liðið vinnur Tékka í Prag á morgun.

Liðið ferðast svo til Sofia og leikur gegn Búlgörum á mánudag.
Athugasemdir