Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. október 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tonali fær stöðuhækkun í A-landsliðið
Sandro Tonali.
Sandro Tonali.
Mynd: Getty Images
Efnilegi miðjumaðurinn Sandro Tonali hefur fengið stöðuhækkun úr U21 landsliði Ítalíu í A-landsliðið.

Hann mun vera í A-landsliðshóp í leikjum gegn Grikklandi og lærisveinum Helga Kolviðssonar í Liechteinstein. Ítalía mætir Grikklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Tonali var í U21 landsliðinu og spilaði með liðinu í markalausu jafntefli gegn Írlandi á fimmtudag.

Hann er aftur á móti núna kominn upp í A-landsliðið þar sem hann leysir af Stefano Sensi, sem er meiddur.

Tonali er 19 ára gamall miðjumaður Brescia, nýliða í ítölsku úrvalsdeildinni. Honum hefur verið líkt við fyrrum landsliðsmaninn, Andrea Pirlo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner