Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. október 2019 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfum að treysta á Frakka og vinna þrjá síðustu leikina
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði gegn Frakklandi, 1-0, í undankeppni EM 2020 í kvöld og eru núna aðeins þrír leikir eftir. Hvernig eru möguleikarnir fyrir leikina sem við eigum eftir?

Fyrir þessa þrjá leiki er Ísland sex stigum á eftir Tyrklandi og Frakklandi.

Staðan í riðlinum
1. Tyrkland 18 stig
2. Frakkland 18 stig
3. Ísland 12 stig
4. Albanía 9 stig
5. Andorra 3 stig
6. Moldóva 3 stig

Tvö efstu liðin fara beint á EM 2020.

Endi tvö lið jöfn gilda innbyrðis viðureignir og markatala í innbyrðis leikjum. Þar er Ísland með yfirhöndina gegn Tyrkjum eftir 2-1 sigur á Laugardalsvelli í júni.

Með hagstæðum úrslitum gegn Tyrkjum í næsta mánuði gæti Ísland því tryggt sig áfram, þ.e.a.s. ef við vinnum hina tvo leiki okkar líka - gegn Andorra á mánudaginn og Moldóvu, í leik sem fer líka fram í nóvember.

Við verðum að treysta á það að Frakkland vinni Tyrkland á mánudaginn kemur. Sá leikur er í Frakklandi. Ef Frakkland vinnur Tyrkland, þá nægir það Íslandi að vinna síðustu þrjá leiki sína, gegn Andorra, Tyrklandi og Moldóvu.

Umspilið
Ef Ísland nær ekki tveimur efstu sætunum á liðið ennþá möguleika á sæti á EM en liðið fer þá í umspil tengt Þjóðadeildinni. Það umspil verður í mars á næsta ári.

Eins og staðan er akkúrat núna þá er Ísland á leið í fjögurra liða umspil með Sviss, Bosníu og Wales.
Athugasemdir
banner
banner