fös 11. október 2019 22:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið sem hélt Tyrklandi sex stigum frá Íslandi
Tosun skoraði sigurmarkið.
Tosun skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Tyrkir stigu skrefi nær EM 2020 í kvöld með dramatískum 1-0 sigri á Albaníu á heimavelli.

Það var Cenk Tosun, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, sem skoraði sigurmarkið á 90. mínútu við mikinn fögnuð viðstaddra.

Markið má neðst í fréttinni.

Eftir sigurinn er Tyrkland á toppi riðils okkar Íslendinga með 18 stig, eins og Frakkland, þegar þrjár umferðir eru eftir Ísland er með 12 stig í þriðja sætinu.

Ísland þarf að treysta á það að Frakkland vinni Tyrkland og svo þurfum við að vinna þrjá síðustu leiki okkar, gegn Andorra, Tyrklandi og Moldóvu, ef við ætlum að komast á EM 2020.


Athugasemdir
banner
banner
banner