Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. október 2019 13:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki pláss fyrir Saka í klefanum hjá Arsenal
Saka ásamt Freddie Ljunberg.
Saka ásamt Freddie Ljunberg.
Mynd: Getty Images
Hinn ungi Bukayo Saka hefur farið vel af stað hjá Arsenal í upphafi leiktíðar. Hann hefur nú þegar komið að fjórum mörkum, skorað eitt og lagt upp þrjú, í sex leikjum í öllum keppnum. Hann hefur verið í byrjunarliði Arsenal í síðustu þremur leikjum liðsins.

Mirror segir frá því að Saka sé ekki kominn með pláss í aðalliðsklefa Arsenal á æfingasvæði liðsins.

Venjan hjá Arsenal er sú að ungir leikmenn verða að vinna sér inn sitt pláss í aðalliðssklefanum og hlýtur að styttast í það hjá Saka.

Saka hefur verið borinn saman við Nicolas Pepe sem kom á metfjárhæð til Arsenal í sumar. Einhverjir stuðningsmenn eru á þeirri skoðun að Saka eigi að eiga sæti í liðinu á kostnað Pepe ef valið stendur á milli þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner