banner
   mið 23. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír stuðningsmenn Chelsea í bann fyrir kynþáttaníð
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur ákveðið að setja þrjá stuðningsmenn í bann frá leikjum liðsins vegna kynþáttaníðs sem þeir beindu að öðrum stuðningsmanni félagsins.

Jerome Bailey, 20, fór á útileik Chelsea gegn Slavia Prag í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar síðasta apríl. Þar varð hann fyrir kynþáttaníði vegna húðlitar sins og sendi kvörtun til félagsins.

Hann hætti að mæta á leiki og segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með hversu langan tíma það tók félagið að svara kvörtuninni. Bailey sendi nöfn og sætanúmer níðinganna til félagsins en ekkert var aðhafst í sex mánuði.

Á dögunum var ákvörðun um að setja mennina í bann staðfest. Lengd bannsins hefur þó ekki verið ákveðin, en töluverðar líkur eru á lífstíðarbanni.

„Mér finnst frábært að félagið hafi ákveðið að gera eitthvað í þessu en ég er svekktur með hversu langan tíma það tók að bregðast við," sagði Bailey.
Athugasemdir
banner
banner
banner