Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. nóvember 2019 15:22
Magnús Már Einarsson
Arnór Snær og Ingimar Elí aðstoðarþjálfarar ÍA (Staðfest)
Arnór Snær Guðmundsson hefur lagt skóna á hilluna.  Hann verður nú aðstoðarþjálfari ÍA.
Arnór Snær Guðmundsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann verður nú aðstoðarþjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Snær Guðmundsson og Ingimar Elí Hlynsson hafa verið ráðnir aðstoðarþjálfarar ÍA í Pepsi Max-deild karla.

Sigurður Jónsson hefur verið aðstoðarþjálfari undanfarin tvö ár en nú koma Arnór og Ingimar inn í þjálfarteymið með aðalþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.

Jafnframt mun Arnór Snær sjá um styrktarþjálfun hjá meistararflokki og koma að styrktarþjálfun hjá yngri flokkum félagsins.

Arnór Snær hefur spilað í vörn Skagamanna undanfarin ár en hann mun nú leggja skóna á hilluna og einbeita sér að þjálfun. Hann hefur þjálfað yngri flokka félagsins um nokkurt skeið.

Arnór er uppalinn hjá Aftureldingu en hann hefur spilað með ÍA síðan 2014 og skorað sex mörk í 110 deildar og bikarleikjum.

Ingimar Elí Hlynsson lék 27 deildarleiki á sínum tíma með ÍA og skoraði í þeim eitt mark. Í fyrra var hann þjálfari Kára um skeið í 2. deild karla.

„Knattspyrnufélag ÍA býður Arnór Snæ og Ingimar Elí velkomna til liðs við félagið," segir á heimasíðu ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner