Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. nóvember 2019 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
U21 hópur Ítalíu sem mætir Íslandi: Cutrone og Kean
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Íslenska U21 landsliðið heimsækir það ítalska í landsleikjahlénu og mætast liðin í mikivægum slag í undankeppni fyrir EM 2020.

Hópar landsliðanna hafa verið tilkynntir og hér fyrir neðan má sjá ítalska hópinn, sem er feykilega öflugur.

Í vörn eru þrír leikmenn sem byrja reglulega leiki í efstu deild á Ítalíu, þeirra meðal er Alessandro Bastoni sem hefur gert góða hluti á upphafi tímabils með Inter.

Á miðjunni má finna Sandro Tonali sem er lykilmaður í liði Brescia. Þar er einnig Manuel Locatelli, fyrrum leikmaður Milan sem er að gera vel hjá Sassuolo.

Það er þó sóknarlínan sem er best mönnuð, þar sem Patrick Cutrone og Moise Kean, sem leika fyrir Wolves og Everton, eru báðir í hópnum. Ásamt þeim er Andrea Pinamonti, sóknarmaður Genoa.

Markverðir: Marco Carnesecchi (Trapani), Mattia Del Favero (Piacenza), Alessandro Plizzari (Livorno)

Varnarmenn: Claud Adjapong (Hellas Verona), Alessandro Bastoni (Inter), Davide Bettella (Pescara), Enrico Delprato (Livorno), Matteo Gabbia (Milan), Luca Pellegrini (Cagliari), Luca Ranieri (Fiorentina), Marco Sala (Virtus Entella)

Miðjumenn: Marco Carraro (Perugia), Davide Frattesi (Empoli), Manuel Locatelli (Sassuolo), Giulio Maggiore (Spezia), Fabio Maistro (Salernitana), Sandro Tonali (Brescia), Niccolò Zanellato (Crotone)

Sóknarmenn: Patrick Cutrone (Wolverhampton Wanderers), Moise Kean (Everton), Andrea Pinamonti (Genoa), Gianluca Scamacca (Ascoli), Riccardo Sottil (Fiorentina)
Athugasemdir
banner
banner
banner