Í dag er stór dagur í sögu knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem formleg vígsla á nýju og glæsilegu knatthúsi að Varmá hefst klukkan 13:00.
                
                
                                    Knatthúsið er um 3.200 fermetrar að stærð og rúmar hálfan knattspyrnuvöll. Húsið mun gjörbylta allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar að Varmá. Í húsinu verða einnig hlaupabrautir sem munu nýtast frjálsíþróttadeild félagsins.
Dagskrá er frá 13:00 til 15:00 og boðið verður upp á knattspyrnu- og frjálsíþróttaþrautir, vítakeppni, hoppukastala og léttar veitingar. Meðal þeirra sem taka til máls á viðburðinum eru Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar, og Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Afturelding mun nýta tækifærið og undirrita endurnýjun á samningum við þjálfara meistaraflokks kvenna. Þá verða kynntir til leiks nýir þjálfarar meistaraflokks karla.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
