lau 09. nóvember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Algjörlega enginn séns að Mbappe komi
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe er ein stærsta framtíðarstjarna í sögu knattspyrnuheimsins og er með talsvert betri tölfræði heldur en menn á borð við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru með á hans aldri.

Öll stærstu félög heims vilja Mbappe en nokkuð augljóst þykir að hans næsta skref sé til Madrídar, enda hafi það alltaf verið draumur hans að spila fyrir Real Madrid.

Stuðningsmenn Liverpool vilja fá Mbappe til sín, enda er Liverpool eitt af sterkustu liðum heims um þessar mundir. Jürgen Klopp segir félagaskipti Mbappe til Liverpool ómöguleg.

„Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki og ég get ekki séð neitt félag í öllum heiminum sem á efni á því að kaupa Kylian Mbappe frá PSG þessa stundina," sagði Klopp við fjölmiðla.

„Við erum eitt af þessum félögum sem getur ekki keypt Mbappe. Ef við lítum á þetta frá fótboltahliðinni þá er líklega engin ástæða til þess að kaupa ekki Mbappe. Hvílíkur leikmaður sem hann er.

„Þetta snýst um peningana. Það er ekki séns, algjörlega enginn, að við eigum efni á honum. Mér þykir leitt að drepa þessa sögu fyrir ykkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner