lau 09. nóvember 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Celtic stungnir - Ntcham gerði gys að Mussolini
Ntcham hangandi á ökklunum eins og Benito Mussolini þegar hann var aflífaður.
Ntcham hangandi á ökklunum eins og Benito Mussolini þegar hann var aflífaður.
Mynd: Getty Images
Celtic og Lazio mættust tvívegis í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á dögunum og höfðu skosku meistararnir óvænt betur bæði heima og að utan.

Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Celtic í Glasgow þar sem bæði skot heimamanna sem hittu rammann fóru í netið. Stuðningsmenn Celtic voru með borða gegn fasisma á vellinum og móðguðu marga Ítali með einum borða sérstaklega.

Á borðanum var Benito Mussolini hangandi á ökklunum en Ultras stuðningsmannahópur Lazio er oft bendlaður við fasisma. Fyrir mörgum í þeim hópi er Mussolini í guðatölu.

Sturlaðar fótboltabullur frá Róm ákváðu að hefna sín á stuðningsmönnum Celtic í seinni leiknum, sem fór fram á fimmtudagskvöldið.

Fyrir leikinn var setið fyrir tveimur stuðningsmönnum Celtic og þeir stungnir. Eftir leikinn var svo annar stunginn og því í heildina þrír sem þurftu að fara á spítala með stungusár.

Celtic vann seinni leikinn 1-2, stuðningsmönnum Lazio til mikillar gremju, og gerði Olivier Ntcham sigurmarkið. Ntcham varð fyrir kynþáttaníði í leiknum og svaraði fyrir sig þegar hann fagnaði sigurmarkinu, með því að leika Mussolini hangandi á ökklunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner